Glæsileg vika að baki

Takk fyrir góðar æfingar í þessari viku. Okkur finnst einbeitingin vera að skána mikið hjá flestum. Í dag var tekið vipptest í húllahringi. Við höfum tekið þetta test tvisvar áður. Í dag voru niðurstöðurnar glæsilegar.

83.3% af ykkur hafa bætt sig frá því síðast og margir verulega mikið :-)
Munið að vera dugleg að taka sjálfstæðar æfingar á milli æfinga því það eykur líkurnar á að taka framúr hinum. :-)

Kv. Þjálfarar

STRÁKAR STRÁKAR !!!

Nú ætla Stinni og Hraunkot að halda pool mót fyrir ykkur gegn smávægilegu vinnuframlagi. Þetta er kjörið tækðifæri til þess að fá að spila á borðinu frítt. Mótið fer þannig fram að skipt verður í tvo riðla. Yngri VS eldri. Þeir sem vilja ekki láta þetta frábæra tækifæri frá sér fara mæta á morgun laugardaginn 22 jan.  kl 13:30 í regngalla.

 Kveðja,

Srákarnir

Laugardagsæfing 8. janúar

Við minnum á að æfingin á morgun fellur niður vegna aðalfundar PGA á Íslandi sem halda á í Hraunkoti.

Kveðja,

þjálfarar

ENGINN FYRIRLESTUR

Komiði sæl. Tómas Aðalsteins (sálfræðinemi) var að hringja í okkur og hann er orðinn fárveikur (pensilín og læti) 

Það verður því ekkert af fyrirlestrinum hans í dag og óvíst að hann verði því hann er að fara til USA á morgun. 

Leiðinlegt en ekkert við þessu að gera. 

Æfingar hefjast á morgun skv. Stundaskrá okkar á www.keilir.is 

Látið þetta berast eins og eld í synu 

Kv. Þjálfarar

Gleðilegt ár, æfingataflann er komin á www.keilir.is

Minnum á að æfingataflan er komin á www.keilir.is

Æfingar byrja miðvikudaginn 5. jan með óbreyttu fyrirkomulagi frá því í fyrra.

Kv. Þjálfarar

Æfingar

Æfingar hefjast á ný miðvikudaginn 5 janúar. Hlökkum til að hitta ykkur aftur.

Sjáumst hress á nýju ári :)

með kveðju,

þjálfarar

Fyrirlestur um sjálfstraust og einbeitingu.

Sæl öll sömul og gleðilega hátið.

Takið eftir skyldumæting á fyrirlestrana fyrir þá sem eru að fara til Spánar.

Tómas Aðalsteinsson, Íþróttasálfræðingur frá John F. Kennedy háskóla í San Fransisco, heldur tvo fyrirlestra fyrir okkur um efni sem mun gagnast okkur vel við að byggja upp sjálfstraust og einbeitingu. Um er að ræða tvo fyrirlestra og er aðgangur ókeypis fyrir kylfinga æfa GKG og GK.

Fyrri fyrirlesturinn verður þriðjudaginn, 28. des kl. 17 í golfskála GKG.
Seinni fyrirlesturinn verður þriðjudaginn, 4. jan kl. 17 í golfskála GK.

Sjá nánari lýsingu á fyrirlestrunum hér fyrir neðan, en hvor fyrirlestur er 45 mín og síðan verða um 15 mín fyrir spurningar.

Fyrir metnaðarfulla afrekskylfinga er skyldumæting!
« I Know I Can! Building Confidence
Íslenska: Get, ætla, skal! Hvernig skal byggja upp sjálfstraust
Farið er yfir þá þætti sem hafa áhrif á sjálfstraust, hvernig hægt sé að byggja upp sjálfstraust og hvernig best sé að viðhalda því. Kenndar eru aðferðir til þess að auka trú á eigin getu og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að tapa henni.
« FOCUS! – On What? Effective Attentional Strategies
Íslenska.: Einbeita sér! Hvar á fókusinn að vera? Aðferðir til að hámarka einbeitingu.
Farið er yfir hvað einbeiting er, hvað hefur áhrif á einbeitingu, hvernig hún breytist meðan á leik stendur og hvaða aðferðir virka best til þess að hámarka einbeitingu.

Sýnið metnað til að ná lengra og mætið á fyrirlestrana því þessir þættir eru stór hluti af því að ná árangri við æfingar og keppni.

Bestu jólakveðjur fyrir hönd þjálfara GKG og GK

Gleðileg jól!!!

Við viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og hafið það gott yfir hátíðirnar.

Kv. Siggi Palli, Bjöggi og Jói :-)

Æfingin í dag, þriðjudaginn 21 des.

Vegna kuldans verður æfingin í dag haldin inni. Hlökkum til að sjá ykkur öll

kveðja,

Þjálfarar 

Laugardagsæfing 18. desember

Góð þátttaka var á æfingu í dag. Í dag var tekið svokallað “TEST NR 3″ og er það í annað sinn í vetur sem það er tekið. Margir eru að bæta sig frá því síðast :) Nú er bara um að gera að vera dugleg að æfa í jólafríinu.

Besta skor dagsins átti Þórdís Geirsdóttir sem skoraði heil 87 stig, svo sannarlega góður árangur þar.

Mesta bæting frá því síðast hjá strákunum átti Gústaf Orri. fór úr 18 stigum síðast í 65 í dag.
Mesta bæting frá því síðast hjá stelpunum átti Melkorka Knútsdóttir fór úr 26 stigum síðast í 54 í dag.

Frábær bæting hjá þeim og eru æfingarnar greinilega að skila sér.

Hér koma 5 hæstu skor dagsins.

1. Þórdís Geirsdóttir  87 stig

2. Axel Bóasson  76 stig
3. Sindri Þór   76 stig

4. Benedikt Sveinsson 67 stig

5. Benedikt Harðarson 66 stig

Með kveðju,

Þjálfarar