4 sigrar um helgina!!!

Þá er 1. stigamótum unglinga lokið og óhætt að segja að árangurin hafi verið góður. Hér að neða er listi yfir þá em náðu inná topp-10 í sínum flokkum.

Áskorendamótaröð GKG

14 ára og yngri stelpur.                                14 ára og yngri strákar.
1. Hekla Arnarsdóttir                                     2. Atli Már
5. Sigurlaug

6. Thelma Sveins

9. Melkorka Knúts

15-16 ára strákar

2. Guðlaugur Lúðvíks

5. Sævar Andri

6. Þorsteinn Geirs

7. Victor Karl

Arionbankamótaröð Hellu.

14 ára og yngri stelpur                             14 ára og yngri strákar
3. Þóra Kristín                                             1. Gísli Sveinbergs
4. Hafdís                                                     5. Henning Þórðar
7. Harpa líf

15-16 ára stelpur                                      15-16 strákar
2. Anna Sólveig                                           1. Ísak Jasonarson
4. Bryndís María

5. Sara Hinriks

7. Erna Kristjáns

17-18 stelpur                                              17-18 strákar

1. Guðrún Brá                                             6. Dagur Eban
2. Högna Knúts                                             9. Benedikt Sveins
4. Saga Arnars.

7. Hildur Rún

Að ná í 9 verðlaunasæti og 4 sigra er góður árangur og innilega til hamingju með árangurinn krakkar. Þið sem náðuð kannski ekki þeim árangri sem þið ætluðuð ykkur gerið bara betur næst. Sjáumst á æfingu eftir helgi.

Kv. Þjálfarar

Nú fara mótin að byrja !!!!!

Nú fara mótin að byrja. Fyrsta mót sumarsins er á Hellu GHR. Helgina 21 - 22 maí.
Skránig fyrir mótið er á golf.is og er skránigarfrestur til kl. 23.59 mánudaginn 16. maí.
Áskorandamótaröðin verður á GKG laugardaginn 21. maí. Skránigarfrestur fyrir mótin er til 23.59 fimmtudaginn 19.maí
Þeir sem ætla að vera með endilega skráið ykkur.

Kv. Þjálfarar

SKR’ANINGU LÝKUR Í KVÖLD!!!!!!!

Fyrstu mót sumarsins eru um næstu helgi fyrir unglingana. Áskorendamótið  er á laugardaginn á GKG og stigamótið er á Hellu á lau og sun. MUNIÐ AÐ SKRÁ YKKUR ÞVÍ SKRÁNINGU LÝKUR ‘I DAG :-)

KV. Þjálfarar

Það er komið sumar, ALLIR ÚTI :-)

Frá og með þessari viku verða æfingar úti og viljum við því minna á að koma klædd eftir veðri. Nú er gott að setja regngallann í settið.

KV. Þjálfarar

FÖSTUDAGURINN 29. apríl

FÖSTUDAGSÆFING MEÐ BREYTTU SNIÐI

Við ætlum að fara uppí Grafarholt á morgun kl. 16.30 og labba völlinn, mæla og setja upp leikskipulag. Landsmót unglinga verður í Holtinu í sumar og ætti þetta að vera góð byrjun á undirbúningi fyrir það mót. Þið sem eruð kominn uppúr unglingaflokki hafið gott af því að mæta því það verður stórt mót í Holtinu fljótlega.

Brottför frá golfskála Keilis kl. 16.30 og heimför kl. 19.00 Við förum með rútu og hún fer kl. 16.30

Takið með ykkur föt eftir veðri. (Góð spá) Hafið einnig með kíkir, skrifblokk og penna. Við ætlum að reyna að redda strokasaverum.

Kostanður vegna rútu er 500 kr. og takið pening með ykkur.

Skráið ykkur hér með kommenti eða á maili. siggipalli@keilir.is eða bjorgvin@keilir.is

Látið þetta berast og sjáumst hress.

Kv. SP, BS og JH

Páskafrí!!!

Við viljum þakka ykkur fyrir frábæra ferð til Spánar. Þið stóðuð ykkur öll rosalega vel og eigið hrós skilið.

Nú er komið páskafrí frá æfingum og hefjum við æfingar skv. stundaskrá þriðjudaginn 26. apríl.

Kv. Þjálfarar

Æfingar á meðan við erum á Spáni!!!

Eins og flestir vita erum við að fara til Spánar með nokkuð stóran hóp við æfingar. Þeir sem ekki fara í ferðina geta sótt æfingar hjá Jóa á þriðjudögum og fimmtudögum á milli 15 og 18.

Eftirfarandi eru dagsetningarnar sem um ræðir.

7. apríl

12. apríl

14. apríl.

Þið komið á þeim tím sem hentar ykkur. ATH það verða ekki æfingar á mánudögum og miðvikudögum á meðan við erum úti.

Páskafrí tekur svo við frá 14. Apríl og við byrjum aftur  með æfingar þriðjudaginn 26. Apríl samkvæmt stundaskrá.

Kv. Þjálfarar

Pizzubingó - miðvikudag 30. mars

Á miðvikudagskvöldið 30. Mars ætlum við að hittast í golfskálanum borða saman og spila smá bingó. Þeir sem ekki treysta sér að spila mega taka foreldra með til að hjálpa.
Glæsileg verðlaun í boði
Allir koma með 500 kr sem fer í mat drykk og verðlaun
Við hittumst kl. 1730
Fjörið búið kl. 20.30-allir heim

hressleikinn við völd

vg.JPG
góðar heilsur
Vitringarnir

Æfing föstudaginn 11. mars 2011

Æfing á föstudag

Æfing á föstudag verður með öðru sniði en venjulega.

Fyrirlestur með Gauta Grétarssyni sjúkraþjálfara verður föstudaginn 11. mars kl. 17:00 í golfskála Keilis. Skyldumæting hjá þeim sem eru að fara erlendis.
Hann kynnir og fer yfir nýjar leiðir í líkamsæfingum fyrir kylfinga.
Kylfingar sem æfa hjá Keili, eru fæddir 1995 og fyrr, og yngri iðkendur sem ætla til Spánar með okkur er boðið að taka þátt í þessum viðburði.
Foreldrar barna og unglinga eru einnig velkomnir að koma og hlýða á Gauta.

Látið þetta berast

Kv. Þjálfarar

Föstudagsæfingar!!!

Komiði sæl. Föstudagsæfingarnar byrja á morgun fyrir hóp 4 og B-hóp. Við höfum áhuga á að hafa föstudagsæfingarnar ekki hópæfingar. Hver og einn pantar tíma hjá mér aðra vikuna og Bjögga hina vikuna. Ég verð á morgun og býð uppá 20 min. með 1 eða 2 í einu. Þið farið svo yfir og æfið sjálfstætt eftir tímann með okkur. Tímarnir eru frá 14.30 til 17.30 eða 18.00.
Þið sem hafið áhuga á videógreiningu á morgun hafið samband við mig í síma 862-0118 til að panta tíma.

Decir adiós, Entrenador :-)