Kv. Þjálfarar
Óflokkað
Bloggarar
Töflufundur í dag, mánudag kl. 16.30 um Borganesvöllinn. Við ræðum og förum yfir leikskipulag á þessum skemmtilega velli. Endilega mætið og ljúkum undirbúningi fyrir íslandsmótið í holukeppni unglinga. Látið þetta berast.
Kv.Þjálfarar
Þið sem eruð skráð í Íslandsmótið í holukeppni. Við ætlum uppí Borganes að spila æfingahring á fimmtudag. Við leggjum af stað kl. 06.30 frá bílaplani klúbbhússins.
Vi spilum 18 holur og förum svo heim. Kostnaður fyrir rútuna er 2.000 kr.
Ég verð með ykkur þarna og vil ég helst að allir sem eru skráðir mæti. Við höfum […]
Eins og allir ættu að vita þá er meistaramót GK að hefjast og þess vegna verða engar æfingar næstu viku.
Gangi ykkur vel í mótinu og megi þeir bestu vinna.
Kv. Þjálfarar
Nú er komið að hinum árlega álfagaldri.Hann fer fram föstudagskvöldið 24. júní og er mæting kl. 19.30. Skráningu lýkur í kvöld og kostar 500 kr. að vera með. Allir að skrá sig og vera með í skemmtilegri uppákomu.
Foreldrar eru velkominr að fylgjast með og taka þátt.
Kv. Þjálfarar
Bushnell mótaröðin er að fara í gang á ný, fyrsta mótið verður í Keili þriðjudaginn 21. júní. Þessi mótaröð er hugsuð sem undirbúningur mfl. kylfinga fyrir mótaröðina og gefur þeim aukin tækifæri til að keppa á öftustu teigum.
Þátttökurétt hafa kylfingar í GK með meistaraflokksforgjöf. Þið skráið ykkur sjálf á rástíma þegar ykkur hentar.
Í ár verða […]
Næsti mánudagur er annar í hvítasunnu og eru engar skipulagðar æfingar þann dag. Einnig viljum við minna á að sjálfstæðar æfingar eru mikilvægar ef þið viljið ná árangri.
Skráningu í næsta stigamót unglinga lýkur á mánudagskvöldið og munið að skrá ykkur.
Kv. Þjálfarar
Þá er öðru stigamóti unglinga lokið. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið frábær. Keiliskylfingar nældu í 15 verðlaunasæti af 27 mögulegum. Þetta þýðir að við fengum 56% af öllum verðlaunum helgarinnar sem er frábært. 5 sigrar náðust og er það einning frábært.
Þau sem unnu sína flokkar voru Sigurlaug, Atli Már, Birgir Magg, […]
Gangi ykkur vel í mótum helgarinnar og njótið þess að spila golf.
Kv. Þjálfarar
Um helgina fór fram 1. stigamót sumarsins í fullorðinsflokkum.
Guðrún Brá Sigraði með 2 höggum og Signý varð í 2 sæti. Til hamingju með árangurinn stelpur, þið spiluðuð frábært golf.
Axel Bóas spilaði nánast óaðfinnanlegt golf um helgina. hann vann mótið með 7 höggum og var í algjörum sérflokki. Til hamingju með árangurinn og greinilegt að þú […]