Nú er komið að hinum árlega álfagaldri.Hann fer fram föstudagskvöldið 24. júní og er mæting kl. 19.30. Skráningu lýkur í kvöld og kostar 500 kr. að vera með. Allir að skrá sig og vera með í skemmtilegri uppákomu.
Foreldrar eru velkominr að fylgjast með og taka þátt.
Kv. Þjálfarar
Bushnell mótaröðin er að fara í gang á ný, fyrsta mótið verður í Keili þriðjudaginn 21. júní. Þessi mótaröð er hugsuð sem undirbúningur mfl. kylfinga fyrir mótaröðina og gefur þeim aukin tækifæri til að keppa á öftustu teigum.
Þátttökurétt hafa kylfingar í GK með meistaraflokksforgjöf. Þið skráið ykkur sjálf á rástíma þegar ykkur hentar.
Í ár verða […]
Næsti mánudagur er annar í hvítasunnu og eru engar skipulagðar æfingar þann dag. Einnig viljum við minna á að sjálfstæðar æfingar eru mikilvægar ef þið viljið ná árangri.
Skráningu í næsta stigamót unglinga lýkur á mánudagskvöldið og munið að skrá ykkur.
Kv. Þjálfarar
Þá er öðru stigamóti unglinga lokið. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið frábær. Keiliskylfingar nældu í 15 verðlaunasæti af 27 mögulegum. Þetta þýðir að við fengum 56% af öllum verðlaunum helgarinnar sem er frábært. 5 sigrar náðust og er það einning frábært.
Þau sem unnu sína flokkar voru Sigurlaug, Atli Már, Birgir Magg, […]
Gangi ykkur vel í mótum helgarinnar og njótið þess að spila golf.
Kv. Þjálfarar