Bushnell mótaröðin að byrja

Bushnell mótaröðin er að fara í gang á ný, fyrsta mótið verður í Keili þriðjudaginn 21. júní. Þessi mótaröð er hugsuð sem undirbúningur mfl. kylfinga fyrir mótaröðina og gefur þeim aukin tækifæri til að keppa á öftustu teigum.

Þátttökurétt hafa kylfingar í GK með meistaraflokksforgjöf. Þið skráið ykkur sjálf á rástíma þegar ykkur hentar.

Í ár verða 4 hringir:
21. júní í GK
29. júní í GO
ágúst GKG
ágúst/sept GKJ
Við eigum eftir að ganga endanlega frá dagssetningum í GKG og GKJ.

Mótsgjald er kr. 1500 per mót eða kr. 4.500 fyrir öll fjögur mótin. Þrjú af fjórum mótum gilda í heildarkeppninni.

Keppnisfyrirkomulag: Höggleikur án forgjafar, leikið af öftustu teigum karla og kvenna.

Þátttökugjald hvers móts fer í pott. Fyrstu þrjú sætin í hvorum flokki deila verðlaunafénu 50/30/20.
Þátttökugjaldið greiðist í umslag hjá golfverslun viðk. klúbbs, en það þarf að skipa fjárhaldsmann til að halda utan um pottinn.

Fyrir besta árangur í karla- og kvennaflokki er Bushnell fjarlægðarmælir í verðlaun. Í fyrra sigruðu Guðjón Henning og Jódís Bóas.

Mótin verða stofnuð í mótaskrá á golf.is, en keppendur þurfa að skrá sig á rástíma á viðkomandi velli. Það verða ekki teknir frá rástímar fyrir mótið.