15 verðlaun um helgina!!! Sumaræfingar byrja á morgun.

Þá er öðru stigamóti unglinga lokið. Það er óhætt að segja að árangurinn hafi verið frábær. Keiliskylfingar nældu í 15 verðlaunasæti af 27 mögulegum. Þetta þýðir að við fengum 56% af öllum verðlaunum helgarinnar sem er frábært. 5 sigrar náðust og er það einning frábært.

Þau sem unnu sína flokkar voru Sigurlaug, Atli Már, Birgir Magg, Anna Sólveig og Guðrún Brá.

Innilega til hamingju með sigrana og verðlaunasætin
Frábær helgi að baki og nú eru sumaræfingarnar að byrja á morgun. Krakkarnir eiga að hafa undir höndum skipulagið á sumaræfingunum. Einnig er hægt að nálgast það á www.keilir.is

KV. Þjálfarar