FÖSTUDAGURINN 29. apríl

FÖSTUDAGSÆFING MEÐ BREYTTU SNIÐI

Við ætlum að fara uppí Grafarholt á morgun kl. 16.30 og labba völlinn, mæla og setja upp leikskipulag. Landsmót unglinga verður í Holtinu í sumar og ætti þetta að vera góð byrjun á undirbúningi fyrir það mót. Þið sem eruð kominn uppúr unglingaflokki hafið gott af því að mæta því það verður stórt mót í Holtinu fljótlega.

Brottför frá golfskála Keilis kl. 16.30 og heimför kl. 19.00 Við förum með rútu og hún fer kl. 16.30

Takið með ykkur föt eftir veðri. (Góð spá) Hafið einnig með kíkir, skrifblokk og penna. Við ætlum að reyna að redda strokasaverum.

Kostanður vegna rútu er 500 kr. og takið pening með ykkur.

Skráið ykkur hér með kommenti eða á maili. siggipalli@keilir.is eða bjorgvin@keilir.is

Látið þetta berast og sjáumst hress.

Kv. SP, BS og JH

Ein ummæli

  1. Bertel Snær
    28. apríl 2011 kl. 13.56 | Slóð

    Ég kemst ekki á æfingu í dag