Færslur mánaðarins: júlí 2010

Æfingar sem falla niður vegna landsmóta!!!

Eftirfarandi æfingar falla niður næstu daga vegna landsmótanna í golfi.
15. júlí
22. júlí
Kv. Þjálfarar

Gisting í Eyjum!

Við erum komin með gistingu í skólastofu í Eyjum. Verðið verður ekki hátt, en er ekki komið endanlega á hreint ennþá. Vinsamlegast látið okkur vita sem fyrst hvort þið ætlið að þiggja þessa gistingu.
Þið Þurfið að koma með svefnpoka og dýnu.
Kv. Þjálfarar

Skráning í Íslandsmót unglinga 2010.

Við viljum minna ykkur á að skráning í mótið er í fullum gangi og lýkur á sunnudagskvöldið 11. júlí.
Við fáum að öllum líkindum gistipláss í skóla en það gengur treglega að fá það staðfest frá okkar manni í Eyjum.
Við setjum inn upplýsingar um gististaðinn um leið og það verður staðfest.
Kv. Þjálfarar

Æfingafrí vegna meistaramóts!!!

Það verða engar æfingar þessa vikuna vegna meistaramóts klúbbsins. Flestir eru að taka þátt og gangu ykkur öllum vel. Næsta æfing verður mánudaginn 12. júlí.
Kveðja, Þjálfarar

Niðurgreiðslur árgjalda

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDASTYRKIR
Þann 1. júlí opnar á ný fyrir umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki í íbúagáttinni. Athygli er vakin á því að sumarnámskeið á vegum íþróttafélaganna eru ekki styrkhæf - sjá nánar reglur, meginmarkmið og skilyrði fyrir niðurgreiðslum Hafnarfjarðarbæjar hjá iðkendum 16 ára yngri.Frestur til að staðfesta þátttöku vegna sumars 2010 er til og með […]