Færslur dagsins: 18. júlí 2010

Æfingahringur á Kiðjabergi!

Við ætlum að spila saman æfingahring á þriðjudaginn fyrir Íslandsmótið sem hefst á fimmtudaginn. Við eigum frátekna rástíma frá kl. 14.10-14.50
Vinsamlegast talið ykkur saman um að sameina í bíla og látið okkur vita fyrir mánudagskvöld hvort þið komist.
Kv. Þjálfarar

Guðrún Brá Íslandsmeistari!!!!

Til hamingju með sigurinn Gunna Einnig viljum við óska þeim sem náðu góðum árangri til hamingju.
Kv. Þjálfarar

Þriðjudagsæfing eftir hádegi færist til mánudags!

Góða kvöldið. Vegna Íslandsmóts í höggleik færist þriðjudagsæfingin eftir hádegi fram til mánudagsins. Við létum ykkur vita af þessu í síðustu viku en viljum minna á þetta.
Kv. Þjálfarar