Færslur mánaðarins: júní 2010

Til hamingju með helgina Hlynur, Tinna og Seli :-)

Til hamingju með sigrana um helgina, virkilega flott hjá ykkur. Glæsilegur hringur á sunnudaginn Axel.
Við viljum aftur minna á skráninguna í meistaramótið!!!!!!
Kv. Þjálfarar

Meistaramót Keilis 2010

Við viljum minna ykkur á að skrá ykkur í Meistararmótið loka skráningardagur er miðvikudagurinn 30.06.10.
Mótið er á spilað bæði á Hvaleyrinni og Sveinskotsvelli. Börn og unglingar spila 4.-6.júlí. Hvetjum alla til að vera með. Þeir sem þurfa meiri uppl. eða aðstoð, talið við okkur á æfingu eftir helgina.
kv. Þjálfarar

Landsmót unglinga Vestmannaeyjum 16 - 18 júlí.

Varðandi gistingu á landsmóti erum við að vinna í að fá húsnæði (skólastofur) fyrir þá sem vilja, krakka og foreldra. Þeir foreldrar sem koma með börnunum sínum myndu skipta með sér eftirliti á hópinn.
Þjálfarar.

Mótaröð barna og unglinga 2010 Golfklúbb Keilis

Minnum á mót á mánudaginn 21.júní, munið að skrá ykkur um helgina.
Fyrirkomulag móta: 1. Punktakeppni á Sveinskotvelli 2. Höggleikur og punktakeppni á Hvaleyri.
Keppt verður í stráka og stúlknaflokki, þjálfarar aðstoða á hvaða velli hver og einn keppir.
Skráning í golfbúðinni. Vera búin að skrá sig fyrir kl.20.30 […]

Fyrir alla krakka 12 ára og yngri (fædd 1998 og yngri)

Nú er mótið haldið í Keili, okkar heimavelli, og hvettjum við ykkur til að skrá ykkur í mótið fyrir sunnudagskvöld og taka þátt.
Skráning fyrir fram á golf.is. Hér fyrir neðan eru upplýsingar af golf.is um mótið.
US KIDS GOLF mótaröðin
Fyrir hverja?
Fyrir alla krakka 12 ára og yngri (fædd 1998 og yngri) sem eru að […]

Til hamingju með sigurinn Sissó!!!

Þú kláraðir þetta með stæl. Axel og Signý, þið voruð sorglega nálægt sigri og ég sá margt mjög jákvætt um helgina.
Þið megið öll eiga það sem spiluðuð um helgina að þið voruð klúbbnum til sóma.
Sjáumst á þriðjudaginn
Kv. SP og BS

Ný regla á mótaröðum Golfsambands Íslands

Það var sett ný regla á í mótaröðunum hjá GSÍ
Það er bannað að æfa pútt, vipp eða önnur högg á milli hola í keppni. Engin pútt eftir að holu lýkur og engin vipp á næsta teig á meðan beðið er. Mér finnst þetta kjánalegt en þetta eru reglur og við verðum að muna eftir þessu. […]

Rástímar á spilaæfingu. Við spilum Hraunið

14.00  Hildur, Högna, Erna, Sara
14.10  Bryndís, Gunna, Saga
14.20  Gísli, Elías, Biggi
14.30  Orri, Breki, Gústaf, Helgi Snær
14.40  Daði, Benni Sveins, Dagur, Ísak
14.50  Gunni, Benni H. Ágúst Elí
15.00  Steinn, Sindri, Arndís, Anna Sólveig
Ég kem um 14.00 og fylgist með ykkur spila. Þið eigið að spila af ykkar teigum og halda utanum skor.
Það verður stigakeppni og hún verður […]

Spilæfing á föstudag

Ég er búinn að taka frá rástíma fyrir okkur á föstudaginn á milli 14.00 og 15.20
E og F hópur mæta kl. 13.30 og hita upp
C og D hópur mæta kl. 14.00 og hita upp
Kommentið hérna eða látið mig vita ASAP ef þið komist ekki í þetta.
Við spilum hraunið og ykkur etr svo velkomið að spila […]

Rástímar í Bushnell mótið á morgun, þriðjudag.

Hæ. Þá er þetta að bresta á, hér fyrir neðan eru rástímar. Glæsileg þátttaka!
Leikinn er 18 holu höggleikur án forgjafar. Karlar af hvítum teigum, konur á bláum.
Þátttökugjald er kr. 1.000 og greiðist í proshop við mætingu.
Smá breyting á heildarkeppninni: Það verða 2 af 3 hringjum sem gilda í […]