Færslur mánaðarins: apríl 2010

Bréf til Hveragerðisfara

Hérna ereintak af bréfinu sem allir Hveragerðisfara fengu heim í gær.

Til Hveragerðisfara
 
Hérna eru nauðsynlegar upplýsingar varðandi ferðina til Hveragerðis.
Eins og þið eflaust vitið ætlumst við til þess að foreldrar/forráðamenn skutli börnunum til Hveragerðis og sæki þau aftur þegar ferð líkur. Við setjum nafnalista á bloggið okkar (www.keilir.blogg.is) þegar endanlegur fjöldi liggur fyrir.
 
Mæting á […]

Hugarþjálfun á morgun verður úti og munið að koma með markmiðin

Hallur verður með ykkur á morgun (föstudaginn 30. apríl) og ætlar að vera með ykkur úti. Klæðið ykkur eftir veðri og munið eftir markmiðunum.
Kv. Þjálfarar

Keflavík á sunnudag

Við ætlum að spila 18 holur í Leirunni á sunnudaginn. Þessi dagur er ætlaður þeim sem voru skráðir í æfingaferð til Eyja. Við eigum rástíma kl. 10.00
Mæting í golfskála GS kl. 09.30
Eftir hringinn ætlum við að hittast í Hraunkoti og fá okkur að borða. Við upplýsum ykkur nánar um það á æfingu í dag.
Kveðja, SP […]

Engin Eyjaferð. Skráningu líkur í Hvergerðisferð á þriðjudag.

Góðan daginn. Völlurinn í Eyjum er enn lokaður á sumargrín og verður ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi 1. mai. Við höfum tekið þá ákvörðun að fara ekki til Eyja vegna ástands vallarins. Ef veður leyfir ætlum við að hafa mót fyrir Eyjafara í Keflavík næstu helgi.
Við verðum að fara að fá heildarfjöldann sem […]

Mæta með markmið í dag!

Munið að koma með markmiðin á afreksæfingu fyrir Hall í dag. hann mun svo hitta ykkur í smástund eftir æfingu.
Kv. SP og BS

Sumardagurinn fyrsti, frí.

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Engar æfingar eru sumardaginn fyrsta.
Afresksæfingar á föstudaginn og Hallur á eftir.
Minnum á æfingar á laugardag.
Kv. BS og SP

Frestun á Eyjaferð!!!

Við neyðumst til þess að hætta við að fara til Vestmannaeyja um næstu helgi. Vallarstjórinn er ekki bjartsýnn á að völlurinn verði opinn um næstu helgi. Við komum til með að ræða framhaldið á æfingunni á morgun.
Einnig viljum við biðja foreldra að bíða með að leggja inn 15.000kr. fyrir ferðinni. Ef einhverjir hafa þegar greitt […]

D-E og F hópur í dag!!!

Það verða æfingar í dag eins og aðra föstudaga. Hallur kemur og hittir hópana eftir æfingarnar þannig að þið reiknið með að vera 30-45 min lengur á æfingu. Bjöggi sagði ykkur þetta í gær en við vildum bara minna á þetta.
Sjáumst hress
SP og BS

Fundir með Halli á föstudag og laugardag

Við verðum með 25 min. fundi með Halliá föstudag og laugardag. Eftirfarandi eru tímasetningarnar fyrir B og C hópa.
Föstudagur 16. apríl.
kl. 16.00 Axel
kl. 18.30 Jódís
kl. 18.55 Signý
kl. 19.20 Ragnar
kl. 19.45 Steinn
kl. 20.10 Sindri
kl. 20.35 Rúnar
kl. 21.00 Siggi Gunn
kl. 21.25 Þórdís
Laugardagur 17. apríl.
kl. 13.00 Bubbi
kl. 13.25 Árni
kl. 13.50 Maggi
kl. 14.15 Auður
kl. 14.40 Arndís
kl. 15.05 Arnar
Kveðja, Þjálfarar

Upplýsingar um það sem er framundan í vor og sumar.

Kæru golfarar og aðstandendur.
Spennandi golfsumar fer nú í hönd.
Golfsamband Íslands hefur gefið út mótaskrá og verða stigamót unglinga 6 eins og undanfarin ár.
Stigamótin verða:
• 22-23.maí GS Keflavík
• 5-6.júní GR Korpa
• 19-20.júní GHR Hella
• 16-18.júlí GV Vestmannaeyjar Íslandsmót í höggleik
• 3-5.ágúst GS Keflavík Íslandsmót í holukeppni
• 4-5.september GK Keilir
Áskorendamót
• 22.maí GSG Sandgerði
• 5.júní GKJ Mosfellsbær
• 19.júní GG Grindavík
• 17.júlí GOS Selfoss
• 7.ágúst GVS Vogar
• 4.september GOB Borgarnes
Sveitakeppnir verða haldnar í Þorlákshöfn fyrir 15 ára og yngri og í Leiru […]