Færslur mánaðarins: febrúar 2010

Leikfimi hjá Andreas !!

Því miður fellur tíminn niður hjá Andreas mánudaginn 1. mars þar sem hann verður erlendis.
Kv. BS og SP

INNIÆFINGAR Í DAG

Vegna veðurs verða inniæfingar í dag. Við ætlum að setja upp púttmót þar sem þið spilið 36 holur. Það verða 2 saman í holli og ætlum við að veita viðurkenningar fyrir bestu skorin.
 Kveðja, SP og BS

Þjálfarar fjarverandi í dag. Það verða samt æfingar :-)

Góðan daginn. Ég og Bjöggi erum að fara á fyrirlestur um íþróttasálfræði í dag og verðum þar af leiðandi ekki viðstaddir á æfingum í dag. Það mun einhver úr afrekshópunum stjórna æfingum. Ef veðrið heldur áfram að vera leiðinlegt verðum við innandyra. Við hvetjum alla til að mæta í dag þó svo að við verðumm […]

Sigurþór kominn aftur til Keilis

Sigurþór (Sissó) kominn aftur til Keilis og viljum við bjóða hann velkominn til okkar aftur eftir 2 ára fjarveru. Sissó er góður kylfingur og hlökkum við mikið til að njóta krafta hans á komandi sumri. Sissó kemur örugglega til með að styrkja sveit Keilis í sveitakeppni og það er ljóst að sveitin hefur styrkst frá […]

Afrekshópar, æfingar hefjast í íþróttahúsinu Strandgötu á mánudag!!!

Æfingar byrja mánudaginn 22. feb. á sama stað og í fyrra íþróttahúsinu Strandgötu fyrir afrekshópa Keilis B-C-D-E. F- hópur mætir ekki.
Leikfimishóparnir verða tveir og byrjar fyrri hópurinnn kl. 19.40 - 20.40 og seinni hópurinn kl.20.40 - 21.40
Við byrjum á því að skipta ykkur í tvo hópa á fyrstu æfingunni og síðan ræðum við við […]

Andreas

Við munum byrja á mánudaginn með æfingar með Andreas.  Við setjum inn hópanna á bloggið laugardag. Fylgist með.
Kv. BS og SP

Heilaleikfimi

Nett lítið gáfnapróf fyrir vini mína: Svarið spurningunni.
Sagt er að aðeins þeir sem eru með greindarvísitölu yfir 120
geti leyst gátuna…
Ef við göngum útfrá því að;
2 + 3 = 10
7 + 2 = 63
6 + 5 = 66
8 + 4 = 96
hver er þá summan af; 9 + 7 = ????
 
Kv. SP

Við viljum minna foreldra á að skrá börn í Íbúagátt !!!

Íbúagátt. Foreldarar  barna og unglinga þurfa að skrá börnin í Íbúagátt inná www.hafnarfjordur.is Árinu er skipt í 3 tímabil og er nýtt tímabil að hefjast núna í byrjun febrúar. Síðasti skráningardagur er 15.feb.
Kv. BS og SP

Afreksæfing með Gauta á laugardaginn

Það er æfing með Gauta Grétars á laugardaginn (6.feb) á sama tíma og síðast.
Yngri hópur kl. 10.30 og eldri kl. 11.30
Vinsamlegast komið með komment hérna ef þið komist ekki, eða látið okkur vita á æfingu á morgun.
Kveðja, SP og BS