Færslur dagsins: 29. janúar 2010

Æfingar laugardaginn 30. janúar.

Vegna undanúrslitaleiks ÍSLANDS og frakklands ætlum við að gefa þeim frí sem eiga að vera á æfingum á milli 12.00-14.00
Það verða æfingar kl. 10.00 og 11.00 þannig að æfingin verður sett upp ef einhver vill koma á milli 12.00 og 14.00.
 Áfram Ísland, stórasta land í heimi

Það helsta af foreldrafundi

Góðan dag. Okkur langar að setja hér inn það helsta sem fram kom á forldrafundi sem haldinn var miðvikudaginn 27. janúar.
1. Æfingatímar verða settir inná nýja heimasíðu Hraunkots, www.hraunkot.is  Þessi síða fer í loftið 1. febrúar.
2. Æfingaferðir. Við stefnum á að fara í 2 æfingaferðr í vor. Fyrst ætlum við til Vestmannaeyja 23-25 apríl og […]