Færslur mánaðarins: janúar 2010

Æfingar laugardaginn 30. janúar.

Vegna undanúrslitaleiks ÍSLANDS og frakklands ætlum við að gefa þeim frí sem eiga að vera á æfingum á milli 12.00-14.00
Það verða æfingar kl. 10.00 og 11.00 þannig að æfingin verður sett upp ef einhver vill koma á milli 12.00 og 14.00.
 Áfram Ísland, stórasta land í heimi

Það helsta af foreldrafundi

Góðan dag. Okkur langar að setja hér inn það helsta sem fram kom á forldrafundi sem haldinn var miðvikudaginn 27. janúar.
1. Æfingatímar verða settir inná nýja heimasíðu Hraunkots, www.hraunkot.is  Þessi síða fer í loftið 1. febrúar.
2. Æfingaferðir. Við stefnum á að fara í 2 æfingaferðr í vor. Fyrst ætlum við til Vestmannaeyja 23-25 apríl og […]

B-hópur, það er Góutest í kvöld!!!

Við ætlum að hafa Góutest í kvöld kl. 19.00 fyrir þá sem er á æfingu á milli 19.00 og 20.00
Komið klædd til að slá úti.
Kveðja, SP og BS

Foreldrafundur á miðvikudaginn

Við viljum minna á foreldrafundinn sem verður haldinn miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.00 í Hraunkoti. Þessi fundur er ætlaður fyrir foreldra allra sem æfa hjá GK.
Kveðja, SP og BS

Afreksæfing með Gauta laugardaginn 23. janúar.

Sæl og blessuð. Við viljum biðja ykkur í afrekshópunum að taka frá klukkutíma á laugardaginn. Gauti Grétars vill hitta ykkur og sprella með ykkur. Við höfum skipt hópunum í tvennt og er skiptingin eins og síðast.
Æfing á laugardaginn 23. jan. kl 10.30 - 11.30 fyrir þá sem eru fæddir 94 og yngri
Æfing á laugardaginn 23. […]

Æfingar í dag, 21. janúar

Komiði sæl. Það spáir íllviðri í dag og kvöld. Við ætlum að hafa æfingar, en hvetjum foreldra til að taka ákvörðun hvort börnin mæti eða ekki. Við ætlum ekki að merkja við í dag þannig að ykkur er frjálst að mæta ef þið þurfið ekki að labba.
 Kveðja, SP og BS

Foreldrafundur fyrir almenna hópa

Góða kvöldið. Við ætlum að halda foreldrafund fyrir foreldra barna og unglinga sem eru í almennu hópunum. Fundurinn verður haldinn á efri hæðinni í Hraunkoti miðvikudaginn 27. janúar kl. 20.00. Við vonumst til að sjá sem flesta á fundinum.
 Kveðja, Þjálfarar Keilis

Úrslit úr lengdarstjórnunaræfingum

Þessa vikuna höfum við verið með púttæfingar sem eiga að bæta lengdarstjórnun. Þessar æfingar eru mjög góðar og skorum við á ykkur að gera þær reglulega. Við héldum utan um skor hjá öllum langar að nefna þá sem skiluðu bestu skorunum í þessum æfingum.
1. 45 stig.  Rúnar Arnórs, Orri Bergmann                 
2. 44 stig. Axel Bóas, Árni […]

Gleðilegt nýtt ár

Vonandi hafið þið haft það gott yfir hátíðirnar. Æfingarnar byrja á morgun (4.jan) og verða tímasetningarnar nánast óbreyttar. Við viljum benda ykkur á að skoða vel tímasetningarnar á plagginu fyrir neðan því sumir hópar færast til um 1 klst eða svo. Við þurftum að breyta þessu vegna þess hversu stór 96-97 hópurinn er. Mánudagar og miðvikudagar […]