Fyrirlestur um sjálfstraust og einbeitingu.

Sæl öll sömul og gleðilega hátið.

Takið eftir skyldumæting á fyrirlestrana fyrir þá sem eru að fara til Spánar.

Tómas Aðalsteinsson, Íþróttasálfræðingur frá John F. Kennedy háskóla í San Fransisco, heldur tvo fyrirlestra fyrir okkur um efni sem mun gagnast okkur vel við að byggja upp sjálfstraust og einbeitingu. Um er að ræða tvo fyrirlestra og er aðgangur ókeypis fyrir kylfinga æfa GKG og GK.

Fyrri fyrirlesturinn verður þriðjudaginn, 28. des kl. 17 í golfskála GKG.
Seinni fyrirlesturinn verður þriðjudaginn, 4. jan kl. 17 í golfskála GK.

Sjá nánari lýsingu á fyrirlestrunum hér fyrir neðan, en hvor fyrirlestur er 45 mín og síðan verða um 15 mín fyrir spurningar.

Fyrir metnaðarfulla afrekskylfinga er skyldumæting!
« I Know I Can! Building Confidence
Íslenska: Get, ætla, skal! Hvernig skal byggja upp sjálfstraust
Farið er yfir þá þætti sem hafa áhrif á sjálfstraust, hvernig hægt sé að byggja upp sjálfstraust og hvernig best sé að viðhalda því. Kenndar eru aðferðir til þess að auka trú á eigin getu og hvernig hægt sé að koma í veg fyrir að tapa henni.
« FOCUS! – On What? Effective Attentional Strategies
Íslenska.: Einbeita sér! Hvar á fókusinn að vera? Aðferðir til að hámarka einbeitingu.
Farið er yfir hvað einbeiting er, hvað hefur áhrif á einbeitingu, hvernig hún breytist meðan á leik stendur og hvaða aðferðir virka best til þess að hámarka einbeitingu.

Sýnið metnað til að ná lengra og mætið á fyrirlestrana því þessir þættir eru stór hluti af því að ná árangri við æfingar og keppni.

Bestu jólakveðjur fyrir hönd þjálfara GKG og GK