Laugardagsæfing 18. desember

Góð þátttaka var á æfingu í dag. Í dag var tekið svokallað “TEST NR 3″ og er það í annað sinn í vetur sem það er tekið. Margir eru að bæta sig frá því síðast :) Nú er bara um að gera að vera dugleg að æfa í jólafríinu.

Besta skor dagsins átti Þórdís Geirsdóttir sem skoraði heil 87 stig, svo sannarlega góður árangur þar.

Mesta bæting frá því síðast hjá strákunum átti Gústaf Orri. fór úr 18 stigum síðast í 65 í dag.
Mesta bæting frá því síðast hjá stelpunum átti Melkorka Knútsdóttir fór úr 26 stigum síðast í 54 í dag.

Frábær bæting hjá þeim og eru æfingarnar greinilega að skila sér.

Hér koma 5 hæstu skor dagsins.

1. Þórdís Geirsdóttir  87 stig

2. Axel Bóasson  76 stig
3. Sindri Þór   76 stig

4. Benedikt Sveinsson 67 stig

5. Benedikt Harðarson 66 stig

Með kveðju,

Þjálfarar