Síðustu æfingar fyrir haustfrí!

Sæl. Á morgun, þriðjudag verður síðasta æfing fyrir þá sem eru á þriðjudags- og fimmtudagsæfingunum. Strákarnir 1998 og yngri koma á síðustu æfinguna á miðvikudaginn kl. 16.00.

Við ætlum að hafa æfingu með skemmtun í huga og endum svo með pizzuveislu fyrir alla.

Þeir sem hafa verið á æfingum á þriðjudögum kl. 16.00 og 17.00 mæta á morgun kl. 16.30 á síðustu æfingu. Við áætlum að enda um kl. 18.00.

Þeir sem hafa verið á æfingum á þriðjudögum kl. 18.00 og 19.00 mæta á morgun kl. 18.30 á síðustu æfingu. Við áætlum að enda um kl. 20.00

Strákar 1998 og yngri koma kl. 16.00 á miðvikudag á síðustu æfingu og áætlum við að enda uppúr kl. 17.00

Vinsamlegast látið þessar upplýsingar ganga á milli manna.

Við viljum þakka ykkur kærlega fyrir skemmtilegt sumar saman. Þið stóðuð ykkur mjög vel. Við getum öll gert betur og vonandi viljið þið gera betur en þið hafið gert hingað til.

 Kv. Þjálfarar 

Ein ummæli

  1. ,,
    29. september 2010 kl. 20.50 | Slóð

    verður uppskeruhátið.