Sveitakeppni 15 ára og yngri-laugardagur

Takk fyrir frábæran dag, þið stóðuð ykkur rosalega vel. Á morgun byrjar nýtt mót og allir byrja jafnir aftur.

Það eiga allir að mæta í Hraunkot í fyrramálið sem ætla að fá far. Við ætlum að gista aðra nótt í skólanum í Þorlákshöfn.

Þetta þurfið þið að taka með ykkur í fyrramálið.

Góða skapið, einbeitinguna og stemminguna frá í dag :-)

Svefnpoka, kodda, dýnu, sundföt, föt fyrir sunnudaginn, Hlý föt, ( spáir 6-7 gráðum á morgun) REGNFÖT, ( spáir rigningu á sunnudag) Regncover yfir sett ef þið eigið, regnhlíf í pokann, lúffur og smá dagpening.

Við sjáum börnunum fyrir fæði, en gott væri að hafa smurt nesti og drykki fyrir hringina á morgun með.

Strákasveitirnar eiga að vera tilbúnar að fara kl. 05.30 í fyrramálið frá Hraunkoti. Bílstjóri er Arnar á rútunni.

Stelpusveitirnar eiga að vera tilbúnar að fara kl. 07.00 í fyrramálið frá Hraunkoti. Bílstjórar eru Indriði, Víðir og Hinrik.

Sjáumst hress í fyrramálið

Kveðja, Liðsstjórar