Sveitakeppni 15 ára og yngri!!!!

Sæl og takk fyrir daginn. Þetta var fínn dagur og við erum full bjartsýni fyrir helgina. Hér á eftir koma nokkrir mikilvægir punktar varðandi keppnina.

Farið verður frá Hraunkoti á föstudag.

Strákar A-lið kl. 05.30 ( fara með Arnari) Ísak, Ágúst, Óliver og Pétur spila á morgun

Strákar B-lið kl. 07.30 ( fara með Indriða) Biggi, Gísli, Helgi og Elías spila á morgun

Stelpur A og B-lið kl. 10.00 ( Farið með Arnari og Kristjáni) Anna, Bryndís, Sara, Þóra, Hanna, Erna, Hafdís og Kolbrún spila á morgun. 

Við viljum að allir mæti, hvort sem þið spilið á morgun eða ekki og í Keilisbúningnum og helst svörtum buxum ef þið eigið. Komið södd í Hraunkot og með nesti fyrir hringinn.

Það er ljóst að laugardagurinn verður langur og spilað fram á kvöld og við byrjum snemma á sunnudaginn. Við tókum þá ákvörðun í dag að gista í skólastofu í Þorlákshöfn aðfaranótt sunnudags. Við þurfum því að taka með okkur svefnpoka og dýnu á laugardaginn ásamt fötum fyrir sunnudaginn. Við þyrftum að fá foreldra til að sameinast um að skutla dýnum, svefnpokum og töskum til okkar í skólann uppúr hádegi á laugardag. Endilega hafið samband við okkur ef það vakna einhverjar spurningar. (Siggi Palli 8620118)

Annars sjáumst við hress á morgun og eigum góðan dag saman

 Kveðja, Siggi Palli, Arnar, Indriði og Víðir liðsstjórar