Sæl öll Vestmanneyjafarar, foreldrar og keppendur.

Ég verð kominn til eyja miðvikudaginn 14. júlí um kl.16.00
Ekki er hægt að taka frá rástíma fyrir æfingahringi en við reynum samt að spila saman krakkarnir frá Keili. Ég verð kominn fljótlega á völlinn og aðstoða þá sem vilja. Einnig fylgist ég með ykkur spila æfingahringina á miðvikudag og fimmtudag og verð svo til staðar í mótinu sjálfu.
Á fimmtudagskvöldið 15.júlí kl.21 verður fundur í skólanum. Bið ég alla keppendur og foreldra sem eru að staðnum að mæta.
Sameiginlegt grill verður föstudagskvöldið inn í Herjólfsdal, við grillum hamborgara og pylsur og höfum gaman saman. Allir mæta bæði keppendur og foreldrar. Tímasetning nánar síðar.

ÉG mun hafa mikið að gera þar sem ég verð eini þjálfarinn frá Keili. Okkur vantar enn einhverja foreldra til að aðstoða með hópinn sem gistir í skólanum. Hringið sem fyrst í mig ef þið getið tekið það að ykkur eða sinnt einhverjum vöktum. Mikilvægt er að það þeir foreldrar sem eiga börn í skólanum átti sig á því að þau eru ekki í umsjón neins þar sem enginn foreldri hefur fengist í umsjón.

Kv.
Björgvin Sigurbergsson
GSM-8964512
bjorgvin@keilir.is