Fyrir alla krakka 12 ára og yngri (fædd 1998 og yngri)

Nú er mótið haldið í Keili, okkar heimavelli, og hvettjum við ykkur til að skrá ykkur í mótið fyrir sunnudagskvöld og taka þátt.
Skráning fyrir fram á golf.is. Hér fyrir neðan eru upplýsingar af golf.is um mótið.

US KIDS GOLF mótaröðin

Fyrir hverja?
Fyrir alla krakka 12 ára og yngri (fædd 1998 og yngri) sem eru að leika og æfa golf hjá viðurkenndum golfklúbbi og eru komin með forgjöf.

Markmið með mótaröðinni
Að hafa gaman af golfi og keppa við sjálfan sig og aðra í skemmtilegum leik og þrautum.

Meiri fjölbreytni í æfingar og þjálfun.

Fá meiri kraft í breiddina hjá golfklúbbum um land allt.

Þjálfarar hjá GSÍ fylgjast betur með ungum og efnilegum kylfingum.

Keppnisfyrirkomulag:
Keppt er á grænum teigum 9-18 holur.
Það eru teigar sem eru styttri en rauðir teigar.
Leikin er punktakeppni. Eftir hring er pútt og vippkeppni.

Allir sem taka þátt í mótinu fá verðlaun.

Keppnisdagar í sumar:
Föstudagur 11. júní Golfklúbbur Sauðárkróks (GSS)

Þriðjudagur 22. júní Golfklúbburinn Keilir (GK)

Föstudagur 25. júní Golfklúbbur Ísafjarðar (GÍ)

Föstudagur 2. júlí Golfklúbbur á Fljótdalshéraði (GFH)

Þriðjudagur 20. júlí Golfklúbburinn Leynir á Akranesi (GL)

Þriðjudagur 9. ágúst Golfklúbburinn Kjölur í Mosfellsbæ (GKJ)

Skráning er á golf.is. Skráningu lýkur á sunnudeginum fyrir mót.

Kv. Þjálfarar