Mikilvægar upplýsingar!!!

Góðan daginn.

Nú er komið sumar og ætlum við að reyna að hafa allar æfingar úti eða í skýlinu. Við viljum þess vegna benda öllum á að koma klæddir eftir veðri. Það er betra að klæða sig úr heldur en að verða kalt.

Föstudagsæfingarnar eru formlega búnar í vetur. Það verður ekki æfing á morgun (21. mai)

Það verður hins vegar hugarþjálfun næsta föstudag. (28. mai) Þann dag er mæting eftirfarandi

F-hópur. Mæta kl. 16.00 í nýja skýlinu þar sem æfingarnar hafa verið í vetur.

E-hópur. Mæta kl. 17.00 á 1. teig á Sveinkotsvelli með settið og í golffatnaði.

D-hópur. Mæta kl. 18.00 á 1. teig á Sveinkotsvelli með settið og í golffatnaði.

MARKMIÐASKIL hjá B og C hópum hafa verið með eindæmum léleg uppá síðkastið. Það eru 2 einstaklingar sem hafa staðið skil á vikulegum markmiðum til Halls og þær heita AUÐUR og ÞÓRDÍS (flott hjá ykkur):-)

Stór partur af framförum í golfi er að setja sér markmið og vinna eftir þeim. Klúbburinn er að setja fjármagn í þetta handa ykkur og þið verðið að sinna þessu betur!!!!!!!!

Kveðja, þjálfarar