Texas Scramble á laugardaginn :-)

TEXAS SCRAMBLE


Laugardaginn 15. maí nk. verður haldið mót fyrir krakka og unglinga í Keili. Spilaðar verða 9 holur á Sveinskotsvelli.(9 holu vellinum).  Mæting 9.30 í golfskálann.

ATH: Forgjöf undir 10 mæti einungis með styttri kylfur en 8.

Fyrirkomulag:

Mótið er höggleikur, spilað verður texas scramble fjórbolti, þ.e. allir fjórir í hollinu eru saman í liði.

Sá sem á það högg sem er valið hverju sinni slær ekki næsta högg. Hinir 3 slá þaðan sem valin bolti lá. Nota verður 2 teighögg frá hverjum í hollinu. Hollið fær forgjöf eftir samanlagðri getu.

Hægt er að skrá sig hjá golfkennurum.