Takk fyrir daginn og til hamingju Pétur :-)

Takk fyrir skemmtilegan dag í dag. Við sáum fullt af flottum höggum og þónokkur fín skor. Það er bjart sumar framundan hjá okkur og við hlökkum mikið til.

Við viljum sérstaklega óska Pétri Magnússyni til hamingju með holu í höggi sem hann náði í á 13. holu. Hann lét það ekki duga, heldur setti hann líka niður örn á 17. holu með því að setja niður högg af 100 metra færi :-) Ekki slæm byrjun það.

Við setjum upp endanlegan nafnalista ásamt símanúmerum á morgun og þá geta foreldrar hringst á og sameinað í bíla fyrir þá sem eru að fara til Hveragerðis

Kv. Þjálfarar