Bréf til Hveragerðisfara

Hérna ereintak af bréfinu sem allir Hveragerðisfara fengu heim í gær.

Til Hveragerðisfara

 

Hérna eru nauðsynlegar upplýsingar varðandi ferðina til Hveragerðis.

Eins og þið eflaust vitið ætlumst við til þess að foreldrar/forráðamenn skutli börnunum til Hveragerðis og sæki þau aftur þegar ferð líkur. Við setjum nafnalista á bloggið okkar (www.keilir.blogg.is) þegar endanlegur fjöldi liggur fyrir.

 

Mæting á hótel Örk 7. mai kl. 18.00

Sækja börnin á hótel Örk 9. mai kl. 18.00

 

Þeir sem hafa áhuga á að vera með börnunum fyrir austan (sérstaklega þeim yngstu) vinsamlegast hafið samband við okkur fyrir helgi.

 

Kostnaður: 5.000 kr.

Innleggsupplýsingar.

Kt. 680169-6919

Banki. 1101-26-6919

 

Þeir sem tóku þátt í vöfflusölu í vetur, vinsamlegast setjið ykkur í samband við Gústa framkvæmdastjóra vegna niðurgreiðslu á gjaldi. S.5653360

 

Dagskráin lítur svona út í grófum dráttum.

 

7. mai.

18.00 Mæting, innritun og sund.

20.00 Kvöldmatur og fundur

22.00 Allir komnir í ró 

 

8. mai.

08.00 Morgunmatur

09.00 Golf/æfingar

13.30 Hádegismatur

14.30 Golf/æfingar

17.00 Frjáls tími

20.00 Kvöldmatur og kvöldvaka

22.00 Svefn eftir langan dag

 

9. mai.

08.00 Morgunmatur

09.00 Golf/æfingar

13.30 Hádegismatur

14.30 Golf/æfingar

17.00 Skrá sig útaf herbergjum

18.00 Heimför

 

Nánari dagskrá verður kynnt á fundi á föstudagskvöldinu. Fylgist með á blogginu með nafnalistann svo þið getið talað ykkur saman um að sameinast að skutla og sækja.

 

Kveðja, Sigurpáll (8620118) og Björgvin (8964512)

 

Athugið að fundurinn verður á hótelinu í Hveragerði 7. mai og er fyrir krakkana.