Upplýsingar um það sem er framundan í vor og sumar.

Kæru golfarar og aðstandendur.

Spennandi golfsumar fer nú í hönd.
Golfsamband Íslands hefur gefið út mótaskrá og verða stigamót unglinga 6 eins og undanfarin ár.

Stigamótin verða:
• 22-23.maí GS Keflavík
• 5-6.júní GR Korpa
• 19-20.júní GHR Hella
• 16-18.júlí GV Vestmannaeyjar Íslandsmót í höggleik
• 3-5.ágúst GS Keflavík Íslandsmót í holukeppni
• 4-5.september GK Keilir

Áskorendamót
• 22.maí GSG Sandgerði
• 5.júní GKJ Mosfellsbær
• 19.júní GG Grindavík
• 17.júlí GOS Selfoss
• 7.ágúst GVS Vogar
• 4.september GOB Borgarnes

Sveitakeppnir verða haldnar í Þorlákshöfn fyrir 15 ára og yngri og í Leiru fyrir 18 ára og yngri. Þær fara fram 20-22.ágúst.

Innanfélagsmót barna og unglinga verða haldin þær helgar sem ekki er keppt á mótaröðum GSÍ.
• Fyrsta mót ársins verður “Texas Scramble” mót á Sveinskotsvelli sem stefnt er að því að halda 14.maí.
• “Álfagaldur” verður haldin nálægt Jónsmessu að venju.
• Nánari upplýsingar um mótahald sumarsins hjá Keili munu berast þegar nær dregur.

Við viljum nota þetta tækifæri til þess að hvetja alla þá sem áhuga hafa á að taka þátt í mótum en hafa ekki gert það áður að leita ráða hjá þjálfurum. Áskorendamótaröðin er sett upp af GSÍ sem mót fyrir þá sem eru að stíga fyrstu skrefin og eru ekki komin með reynslu eða forgjöf til þess að taka þátt á stigamótum, þar sem fjöldi er takmarkaður.

Æfingaferðir, verða tvær í vor eins og áður hefur verið kynnt.
• Vestmannaeyjar 22-25 apríl: Nú þegar liggur fyrir hvaða hópur fer í fyrri æfingaferðina til Vestmannaeyja. Sú ferð er hugsuð fyrir þá sem hyggjast taka þátt í Íslandsmóti unglinga í Höggleik 2010. Í þá ferð fara rúmlega 30 unglingar.

• Hótel Örk í Hveragerði 7-9 maí: Ferðin er hugsuð fyrir alla unglinga sem ætla að taka þátt á GSÍ mótum sumarsins þ.e. stiga- og áskorendamótum. Þeir sem hyggjast koma með í þá ferð eru vinsamlegast beðnir að staðfesta það við þjálfara klúbbsins fyrir 19. Apríl nk. Þetta árið er keppt á Hellu, Selfossi og Þorlákshöfn á vegum GSÍ þannig að við munum nota tækifærið í þessari ferð til þess að kynna okkur þá velli auk þess sem að við munum bæði hafa aðgang að golfvellinum í Hveragerði sem og æfingavelli á lóð Hótelsins. Ljóst er að ef mikill fjöldi skráir sig í þessa ferð þá munu þjálfarar þurfa utanaðkomandi aðstoð umrædda helgi.

Við minnum að lokum á keilir.blogg.is þar sem flestar upplýsingar er að finna.

Kær kveðja
Þjálfarar bjorgvin@keilir.is, siggipalli@keilir.is
Afreksnefnd hkarl@visir.is, svenni17@mi.is, arnar@oceandirect.is
Foreldraráð foreldrar@keilir.is

4 ummæli

 1. 23. apríl 2010 kl. 17.34 | Slóð

  Ég kemst ! :)

 2. Sara Margrét
  23. apríl 2010 kl. 19.09 | Slóð

  ég kemst :)

 3. Saga
  23. apríl 2010 kl. 23.31 | Slóð

  ég Elías og Heklu komum öll :D

 4. Siggi Palli
  24. apríl 2010 kl. 8.53 | Slóð

  Glæsilegt :-)