Góutest, páskapúttmót og páskafrí

Sæl og blessuð. Afrekshóparnir hafa verið að taka Góutest síðan í nóvember. Við höfum skráð niður úrslit og tekið saman meðaltalið hjá öllum. Við veittum viðurkenningu fyrir þá sem hafa náð besta meðaltalinu í hverjum hópi fyrir sig. Okkur langar að nefna þá sem hafa staðið sig best.

F-hópur.  Birgir Magnússon  7,1 af 20

E-hópur.  Bryndís Ragnars.  7,22 af 20

D-hópur.  Gunnar Þór Sigurj. 9,5 af 20

C-hópur.  Steinn F. Þorleifs.   9,42 af 20

B-hópur. Sigurður G. Björgvins 9,9 af 20

Við óskum ykkur til hamingju með góðan árangur og hvetjum ykkur til að halda áfram að æfa þessi mikilvægu högg. Við setjum þetta test sennilega í gang fljótlega aftur og þá bætið þið ykkur vonandi.

Við vorum með púttmót í gær þar sem veitt var páskaegg fyrir besta skorið. Mörg góð skor litu dagsins ljós og það allra besta átti Dagur Ebenezersson sem spilai 9 undir pari takk fyrir.

Nú eruð þið öll komin í páskafrí og vonandi gerið þið eitthvað skemmtilegt í fríinu. Ef þið ætlið að æfa skuluð þið reyna að slá af grasi ef vel viðrar.

Við byrjum að æfa aftur mánudaginn 12. apríl og hlökkum við til að sjá ykkur þá.

Kveðja

Siggi Palli og Bjöggi