Það helsta af foreldrafundi

Góðan dag. Okkur langar að setja hér inn það helsta sem fram kom á forldrafundi sem haldinn var miðvikudaginn 27. janúar.

1. Æfingatímar verða settir inná nýja heimasíðu Hraunkots, www.hraunkot.is  Þessi síða fer í loftið 1. febrúar.

2. Æfingaferðir. Við stefnum á að fara í 2 æfingaferðr í vor. Fyrst ætlum við til Vestmannaeyja 23-25 apríl og munum við taka með okkur þá unglinga sem geta og ætla sér að taka þátt í landsmóti unglinga sem fer fram í Eyjum.  Seinni ferðin verður farin í mai og þá er förinni heitið til Hveragerðis. Gist verður á hótel Örk og æft verður á litla vellinum fyrir utan hótelið, ásamt vellinum í Hveragerði. Við erum að vonast til að geta tekið breiðan hóp með í þessa ferð og þá ættum við að geta boðið fleirum af yngri kynslóðunum með. Við munum kynna þetta nánar fljótlega.

3. Breytingar frá golfþingi. Þær breytingar áttu sér stað að unglingaflokkum í sveitakeppni var breytt í 15 ára og yngri og svo 16 til 18 ára. Einnig var flokki 13-14 ára breytt í 14 ára og yngri, þannig að efnilegir 11-12 ára krakkar geti spilað við þá sem eru 14 ára.

4. Íbúagátt. Foreldarar  barna og unglinga þurfa að skrá börnin í íbúagátt inná www.hafnarfjordur.is Árinu er skipt í 3 tímabil og er nýtt tímabil að hefjast núna í byrjun febrúar.
5. Hraunkotsreglur. Það er verið að setja upp reglur varðandi umgengni í Hraunkoti. Við höfum verið að taka á umgengni okkar og verð ég að segja að ykkar börn og unglingar eru að langmestu leyti til fyrirmyndar. :-)

6.  Fjáröflun. Við höfum ýtt af stað fjáröflun til að dekka hluta kostnaðar vegna æfingaferða. Það er byrjuð 12 vikna púttmótaröð í Hraunkoti og ætlum við, eins og undanfarin ár, að selja vöfflur á staðnum. Foreldrar sem hafa áhuga á að vera með vinsamlegast setjið ykkur í samband við afgreiðslu Hraunkots og skráið ykkur á helgi.

Ef það eru einhverjar spurningar, endilega hafið samband við Bjögga(8964512) eða Sigga Palla(8620118)

Kveðja, You´ll never walk alone :-)

4 ummæli

 1. Orri
  29. janúar 2010 kl. 23.03 | Slóð

  I´d rather walk alone !

 2. Siggi Palli
  30. janúar 2010 kl. 21.10 | Slóð

  You always walk alone :-)

 3. diðrik
  2. febrúar 2010 kl. 8.09 | Slóð

  hahahahahaha

 4. Jason
  8. febrúar 2010 kl. 8.25 | Slóð

  Liður 4:
  Minni á íbúagátt Hafnarfjarðar,
  ég var að skrá minn strák.
  Fann lykilorðið í heimabankanum og þegar ég var búinn að logga mig inn smellti ég á textasvæði vinstra megin: Niðurgreiðslur vegna íþrótta og tómstundastarfs.
  Nafn barns valið og staðfesta þar sem að búið var að velja allt fyrir mig frá skráningunni sem ég gerði í okt sl.